Tæplega 400 manns hlupu undir gulri viðvörun í sjávarroki

Hlauparar á öllum aldri létu slæmt veður ekki á sig fá

Gusurnar gengu yfir hlauparana við ströndina á Herjólfsgötu

Þrátt fyrir afleitt veður, hávaðarok, snjókomu og sjó sem fauk yfir hlaupara á Herjólfsgötunni þá voru það ánægðir keppendur sem komu í mark í 5 km FH-Bose hlaupinu sem haldið var í gærkvöldi í miðbæ Hafnarfjarðar.

Það voru 378 keppendur sem lögðu af stað í þessu hressilega veðri en alls höfðu 500 manns skráð sig í hlaupið. Þessir sem mættu voru á öllum aldri og af öllum getustigum, klædd eftir veðri þó mat keppenda á réttum klæðnaði hafi verið mismunandi því dæmi var um að keppandi léti stuttbuxur nægja.

Keppendur voru öllum aldri, á yngsti 8 ára og sé elsti 74 ára.

Hlaupið var eftir Strandstígnum frá Íþróttahúsinu við Strandgötu, í miklum mótvindi á Norðurbakkanum og út Herjólfsgötuna þar sem Ægir konungur lét vita af sér og fengu margir keppendur sjógusur yfir sig þó þeir hafi hlaupið úti á götu. Engum var þó meint af og áfram var hlaupið fram hjá Hrafnistu og eftir Naustahleininn og svo til baka Herjólfsbraut og Herjólfsgötu en nú var meðvindur á Norðubakkanum. Það voru svo veðurbarðir en ánægðir hlauparar sem komu í mark við misjafnar aðstæður.

Efstu þrír hlaupararnir, Þórólfur Ingi Þórsson sem varð 3., Ingvar Hjartarson sem sigraði og Adrian Graczyk sem varð 2.

Ingvar Hjartarson úr Fjölni kom fyrstur í mark á 17:41 mínútum og Þórólfur Ingi Þórsson úr ÍR kom fast á hæla hans á 17:16 mín. Þriðji var svo Adrian Graczyk úr Zablegani Reykjavík á 17:53 mín. Stutt á eftir þeim kom svo hafnfirskri söngvarinn Jón Ragnar Jónsson úr FH á 18:11 mín.

F.v.: Verena Schnurbus sem varð 2., Andrea Kolbeinsdóttir sigraði og Arndís Ýr Hafþórsdóttir sem varð 3.

Fyrst kvenna var Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR á 19:35 mínútum. Önnur varð Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni á 20:54 mín. og þriðja varð Anna Halldóra Ágústsdóttir úr Val skokk á 21:34 mín.

Fjölmargir komu að undirbúningi og framkvæmd mótsins enda er metnaður lagður í hlaupið með góðri brautargæslu, hraðastjórum, tímavörðum og fleiri sjálfboðaliðum sem koma úr röðum Hlaupahóps FH og Frjálsíþróttadeildar FH sem hlaupahópurinn er hluti af. Bose/Origo er aðalstyrktaraðili hlauparaðarinnar og leggur mikinn metnað í kynningu á hlaupinu.

Konur 14 ára og yngri

Nr. Nafn Félag Tími Flögutími
482 Hafdís Svava 00:24:18 00:23:53
481 Dagrún Sunna Ragnarsdóttir 00:24:21 +00:03 00:23:55
409 Marlín Ívarsdóttir 00:24:53 +00:35 00:24:49

Karlar 14 ára og yngri

Nr. Nafn Félag Tími Flögutími
377 Stefán Kári Daníelsson 00:25:31 00:25:26
320 HILMAR INGI Bernharðsson 00:25:52 +00:21 00:25:49
263 Magnús Ingi Harðarson 00:27:02 +01:31 00:26:28

Konur 15 ára til 29 ára

Nr. Nafn Félag Tími Flögutími
396 Andrea Kolbeinsdóttir 00:19:35
328 Anna Halldóra Ágústsdóttir 00:21:34 +01:59
420 Berglind Björgvinsdóttir 00:22:26 +02:51 00:22:15

Karlar 15 ára til 29 ára

Nr. Nafn Félag Tími Flögutími
279 Ingvar Hjartarson 00:17:41 00:17:41
451 Þorsteinn Roy Jóhannsson 00:20:05 +02:24 00:20:00
9 Aron Dagur Beck 00:20:07 +02:26 00:20:05

Konur 30 ára til 39 ára

Nr. Nafn Félag Tími Flögutími
338 Verena Schnurbus 00:20:11 00:20:09
490 Arndís Ýr Hafþórsdóttir 00:20:56 +00:45 00:20:54
355 Hildur Aðalsteinsdóttir 00:21:57 +01:46 00:21:55

Karlar 30 ára til 39 ára

Nr. Nafn Félag Tími Flögutími
392 Adrian Graczyk 00:17:55 00:17:53
38 Jón Ragnar Jónsson 00:18:11 +00:16 00:18:11
487 Vignir Már Lýðsson 00:19:12 +01:17 00:19:11

Konur 40 ára til 49 ára

Nr. Nafn Félag Tími Flögutími
241 Borghildur Valgeirsdóttir 00:22:15 00:22:10
94 Jónína Gunnarsdóttir 00:23:25 +01:10 00:23:15
16 Björg Alexandersdóttir 00:24:06 +01:51 00:23:58

Karlar 40 ára til 49 ára

Nr. Nafn Félag Tími Flögutími
390 Þórólfur Ingi Þórsson 00:17:47 00:17:46
493 Jósep Magnússon 00:19:10 +01:23 00:19:09
265 Börkur Þórðarson 00:19:53 +02:06 00:19:52

Konur 50 ára til 59 ára

Nr. Nafn Félag Tími Flögutími
497 Guðrún Harðardóttir 00:23:43 00:23:35
276 Hlíf Brynja Baldursdóttir 00:24:00 +00:17 00:23:52
337 Ólöf Sigurðardóttir 00:24:40 +00:57 00:24:12

Karlar 50 ára til 59 ára

Nr. Nafn Félag Tími Flögutími
2 Viktor Vigfússon 00:20:07 00:20:04
235 Bjarki Diego 00:20:17 +00:10 00:20:14
403 Steinn Jóhannsson 00:20:19 +00:12 00:20:17

Konur 60 ára og eldri

Nr. Nafn Félag Tími Flögutími
253 Kristín Magnúsdóttir 00:27:28 00:27:14
98 Anna Björg Haukdal 00:28:58 +01:30 00:28:41
126 Guðrún Katrín Eiríksdóttir 00:32:15 +04:47 00:31:33

Karlar 60 ára og eldri

Nr. Nafn Félag Tími Flögutími
80 Friðrik Ármann Guðmundsson 00:23:36 00:23:31
281 Hálfdán Daðason 00:23:44 +00:08
349 Sigurður Konráðsson 00:27:26 +03:50

 

Hlaupin er þrjú og fá keppendur stig fyrir efstu sæti og þeir sem fá flest stig í heild og í hverjum aldursflokki fá verðlaun auk þess sem vegleg útdráttarverðlaun verða fyrir þá sem mæta á uppskeruhátíð hlauparaðarinnar.

Öll úrslit má finna á timataka.is eða á hlaup.is

Nánari upplýsingar um hlaupið má finna hér

Fjölmargar myndir frá hlaupinu má finna á Facbook síðu Fjarðarfrétta

Jón Ragnar Jónsson, Þórólfur Ingi Þórsson, Ingvar Hjartarson og Adrian Graczyk, fyrstu fjórir hlaupararnir sem allir voru undir 18 mínútum.

Ummæli

Ummæli