fbpx
Þriðjudagur, janúar 18, 2022

287 hlupu í snjóhríðinni í gær við nokkuð erfiðar aðstæður – MYNDASYRPA

Annað hlaupið í árlegri hlaupröð FH og Bose var haldið í gærkvöldi þar sem hlaupið er eftir Strandstígnum frá Íþróttahúsinu við Strandgötu og upp að Hrafnistu, þaðan um Naustahlein og til baka Herjólfsbrautina og Strandstíginn til baka, 5 km leið.

Eins og í fyrsta hlaupinu í janúar var gul veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu en veður var nokkuð skaplegt þegar hlaupið var en færið var þó þungt þar sem bæði hafði snjóað og skafið síðan stígarnir voru ruddir fyrr um daginn.

Alls luku 287, af þeim 288 sem hlupu af stað, hlaupinu. Yngsti keppandinn var 11 ára en sá elsti 80 ára, Haukamaðurinn Eysteinn Hafberg. Meðalaldur hlaupara var að þessu sinni 40 ár.

Sigurvegarar í karlaflokki:

Arnar Pétursson, Ingvar Hjartarsson og Þórólfur Ingi Þórsson.
  1. Ingvar Hjartarson í Fjölni sem kom í mark á 18,11 mínútum.
  2. Arnar Pétursson, Breiðabliki sem kom í mark á 18,44 mínútum.
  3. Þórólfur Ingi Þórsson, ÍR sem kom í mark á 18,54 mínútum.

Sigurvegarar í kvennaflokki:

Íris Anna Skúladóttir, Andrea Kolbeinsdóttir og Elín Edda Sigurðardóttir.
    1. Andrea Kolbeinsdóttir, ÍR sem kom í mark á 20,40 mínútum
    2. Elín Edda Sigurðardóttir, ÍR sem kom í mark á 21,14 mínútum
    3. Íris Anna Skúladóttir, Fjölni sem kom í mark á 21,49 mínútum.

Færi var þungt eins og áður segir og sá hlaupari sem kom síðast í mark kom í mark á 44,58 mínútum.

Það er Hlaupahópur FH sem stendur að hlaupinu með góðum stuðningi Frjálsíþróttadeildar FH en aðal stuðningsaðili Hlaupsins er Origo/Bose.

Sjá má heildarúrslitin hér og á hlaup.is