Sannfærandi sigur Valsmanna sem sló FH úr bikarkeppninni

FH mætti Val í undanúrslitum Coca-Cola bikarsins í handbolta á Ásvöllum nú í kvöld. Valur er ríkjandi bikarmeistari og urðu FH-ingar seinast bikarmeistarar árið 2019.

Leikurinn byrjaði af hörku og skiptust liðin á forystunni síendurtekið. Valsarar náðu þó tveggja marka forskoti undir lok fyrri hálfleiks og voru því tveim mörkum yfir þegar flautað var til hálfleiks, 16-14.

Síðari hálfleikur var nokkuð jafn fyrstu mínúturnar en fljótlega sýndu Valsarar sýna sterku hlið og byrjuðu að auka forystuna nokkuð hratt. Valsarar voru komnir sjö mörkum yfir þegar fimmtán mínútur voru eftir. Mest var munurinn 11 mörk og endaði leikurinn 37-27 og eru Valsmenn því komnir í úrslit. Úrslitaleikurinn verður leikinn á laugardaginn kl. 16.

 

Ummæli

Ummæli