fbpx
Laugardagur, september 7, 2024
HeimÍþróttirHandboltiHSÍ aflýsir öllum leikjum á keppnistímabilinu

HSÍ aflýsir öllum leikjum á keppnistímabilinu

Ekki verða útnefndir Íslandsmeistarar fyrir þetta keppnistímabil

Stjórn HSÍ ákvað á fundi sínum í kvöld að aflýsa öllu frekara mótahaldi á vegum sambandsins. Ákvörðun þessi er tekin í ljósi þess að yfirvöld hafa ákveðið að framlengja samkomubanni til 4. maí nk. og er því ljóst að ekki verður unnt að hefja keppnir að nýju þar sem félögin þarfnast að minnsta kosti 2-3 vikna undirbúnings til að geta hafið leik.

Í framhaldi af þessu ákvað stjórn HSÍ að núgildandi staða í mótum myndi standa og samkvæmt því er Fram deildarmeistarar úrvalsdeildar kvenna og Valur deildarmeistarar úrvalsdeildar karla.

FH upp í úrvalsdeild

Tvö neðstu lið Olís deildar karla, HK og Fjölnir, falla í 1. deild karla og neðsta lið Olís deildar kvenna, Afturelding, fellur í 1. deild kvenna.

Sæti í Olís deild karla fá tvö efstu lið 1. deildar karla, Þór Ak. og Grótta og sæti í úrvalsdeild kvenna fær efsta lið 1. deildar kvenna, FH. FH var reyndar í 2. sæti á eftir Fram U, en ekki geta tvö lið frá sama félagi leikið í sömu deild.

Ekki verða útnefndir Íslandsmeistarar fyrir þetta keppnistímabil.

Kvennalið Hauka endar því í 5. sæti með 14 stig eins og KA/Þór og ÍBV en Afturelding varð í 8. og neðsta sæti með 3 stig. Þrjár umferðir voru eftir í deildinni.

Karlalið Hauka endar í 4. sæti með 27 stig eins og Afturelding sem varð í 3. sæti.

Karlalið FH endaði í 2. sæti með 28 stig, tveimur stigum á eftir Val sem eru deildarmeistarar. Tvær umferðir voru eftir.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2