fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimÍþróttirFótboltiVerður FH fyrst kvennaliða til að leika til úrslita í bikarkeppni?

Verður FH fyrst kvennaliða til að leika til úrslita í bikarkeppni?

Undanúrslitaleikur í Kaplakrika í kvöld

Kvennalið FH í knattspyrnu sem eru nýliðar í úrsvalsdeildinni hefur heldur betur komið á óvart með góðum árangri. Liðið er í 3. sæti úrvalsdeildarinnar eftir 10 umferðir og leikur í kvöld í undanúrslitum bikarkeppninnar við Víking.

Með sigri í kvöld myndi liðið komast í sögubækurnar, því ekkert hafnfirskt kvennalið í knattspyrnu hefur náð slíkum árangri í meistaraflokki.

Leikurinn í kvöld er í Kaplakrika og hefst kl. 19.45 en upphitun fyrir leik hefst kl. 18.30.

FH-liðið hefur leikið skemmtilegan sóknarbolta sem hefur glatt áhorfendur og í opnu bréfi til FH-inga og annarra Hafnfirðinga, skorar Guðmundur Jón Viggósson, formaður meistararflokksráðs kvenna FH, á alla Hafnfirðinga að fjölmenna í Kaplakrika í kvöld í frábæra FH stemningu.

„Komdu á völlinn til þess að hvetja Hafnarfjörð áfram í úrslitaleik bikarins!“ segir Guðmundur í bréfinu.

Sem fyrr segir er FH í þriðja sæti í efstu deild með 17 stig og hefur skorað 15 mörk en fengið á sig 12.

Víkingur Reykjavík leikur í næst efstu deild og trónir þar á toppnum með 22 stig eftir 9 umferðir og hefur skorað 30 mörk og aðeins fengið 10 mörk á sig.

Þetta getur því orðið mjög skemmtilegur leikur í kvöld.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2