Haukastelpur komnar í 8 liða úrslit í Mjólkurbikarnum

FH mætir KR í Kaplakrika 12. ágúst kl. 18

Frá leik Hauka og Keflavíkur á Ásvöllum í september 2017

Um þar liðna helgi fóru fram 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna.

Úrvalsdeildarlið FH sigraði Þrótt, Reykjavík 1-0 og 1. deildarlið Hauka sigraði Fjarðarbyggð/Hött/Leikni sem leikur í 2. deild, 7-1, og er því komið í 8 liða úrslit.

Dregið var í 8-liða úrslitin að loknum síðustu leikjunum í 16-liða úrslitum.

Þar mætir FH lið KR á heimavelli og Haukar sækja úrvalsdeildarlið Þórs/KA heim.

Á meðal annarra leikja í 8-liða úrslitunum er viðureign ríkjandi Íslandsmeistara Vals við ríkjandi bikarmeistara Selfoss.

8-liða úrslit Mjólkurbikarsins

  • Þór/KA – Haukar á Þórsvelli 12. ágúst kl. 18
  • FH – KR á Kaplakrika 12 ágúst kl. 18
  • ÍA – Breiðablik á Akranesvelli kl. 18
  • Selfoss – Valur á Selfossvelli kl. 18

Ummæli

Ummæli