Miðvikudagur, október 15, 2025
HeimFréttirMiklar breytingar í bæjarstjórn skv. skoðanakönnun

Miklar breytingar í bæjarstjórn skv. skoðanakönnun

Samfylkingin yrði stærsti flokkurinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar

Samfylkingin fengi lang mest fylgi skv. Skoðanakönnun sem Gallup hefur gert en hefur ekki verið birt. Hefur blaðið litlar upplýsingar um tilurð könnunarinnar, fyrir hvern hún var gerð, hvenær og hversu stórt úrtakið var. Hins vegar er ljóst að svarendur voru 829, 620 tóku afstöðu eða um 75%.

Spurt var: Hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa ef kosið yrði til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag?

Samfylkingin fengi 39,1% atkvæða en flokkurinn fékk 29% atkvæða í síðustu kosningum.

Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa fylgi ef marka má könnunina, fengi 24,2% en hafði 30,7% í síðustu kosningum.

Framsóknarflokkurinn myndi tapa um helmingi af sínu fylgi, fengi 6,3% en hafði 13,7% í síðustu kosningum.

Viðreisn myndi auka fylgi sitt og líklega bæta við sig manni, fengi 14,4% en hafði 9,1% í síðustu kosningum.

Miðflokkurinn myndi meira en tvöfalda fylgi sitt og ná inn manni, fengi 7,7% en flokkurinn fékk 2,8% í síðustu könnunum.

Um 8% sögðust myndu kjósa einhvern annan flokk.

Karlarnir kjósa Sjálfstæðisflokkinn

Fylgi Sjálfstæðisflokksins er mun meira hjá körlum en konum og flokkurinn sækir meira fylgi úr póstnúmeri 221 en 220.

Fylgi Samfylkingarinnar en hins vegar meiri hjá konum og meiri í póstnúmeri 220 en í 221.

Lítill munur er á milli kynja hjá þeim sem myndu kjósa Framsóknarflokkinn en sömu sögu er ekki hægt að segja um þá sem myndu kjósa Miðflokkinn sem sækir fylgi sitt að mestu hjá körlum.

En sem fyrr segir er þetta skoðanakönnun sem ekki hefur verið formlega birt.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2