Arna Stefanía og Hilmar Örn stóðu sig vel á fyrsta degi á Nordic-Baltic U23 mótinu

FH-ingarnir Arna Stefanía varð Norðurlandameistari og Hilmar Örn fékk silfur

Arna Stefanía ásamt þjálfara sínum Ragnheiði Ólafsdóttur.

Fjórir íslendingar taka þátt í Nordic-Baltic U23 Championships sem fer fram í Espoo í Finnlandi nú um helgina, FHingarnir Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Hilmar Örn Jónsson og ÍR ingarnir Krister Blær Jónsson og Guðni Valur Guðnason.

Í dag hafa lokið keppni Arna Stefanía Guðmundsdóttir úr FH sem varð Norðurlandameistari í 400 m grindahlaupi með rúmlega sekúndu bætingu. Hún hljóp á 56,08 sek sem ætti að duga henni til þátttöku á HM í frjálsum íþróttum á næsta ári.

Er þetta næstbesti árangur íslenskrar konu og met í flokki 20-22 ára stúlkna. Glæsilegur árangur hjá henni og er hún búin að bæta sig um rúma 1,5 sek á þessu ári.

Hilmar Örn Jónsson úr FH vann til silfurverðlauna í sleggjukastinu, með 66,15 m. Árangurinn hjá Hilmari er mjög góður en Hilmar sem er 20 ára er á yngsta keppnisári á þessu móti sem er fyrir 20-22 ára. Hann hefur verið að keppa utanhúss frá því í apríl.

Hægt er að skoða úrslitin hér.

 

Ummæli

Ummæli