fbpx
Þriðjudagur, desember 3, 2024
target="_blank"
HeimFréttirVill hundagerði á Óla Runs-tún

Vill hundagerði á Óla Runs-tún

Leita á að heppilegum stað fyrir hundagerði

Dýraverndurnarfélag Hafnarfjarðar hefur sent erindi til Hafnarfjarðarbæjar þar sem bent er á að í Hafnarfirði séu búsettir fjölmargir hundar en ekkert afgirt hundagerði sé fyrir þá í bæjarlandinu.

Mælist félagið til þess að bærinn setji upp hundagerði á Óla Runs-túni, við Brekkuhvamm/Lindaarhvamm þar sem íbúar geti haft aðstöðu til að sleppa hundum sínum.

„Þar yrði t.d. einnig aðstaða til þess að halda t.d. árlega keppni í hundafimi og yrði það fyrsti útistaðurinn á landinu, sem byði upp á slíka aðstöðu. Dýraverndunarfélag Hafnfirðinga bendir á að mikil þörf á slíku hundagerði en það gæti einnig auðveldað hundaeftirlit og verið hvati fyrir fólk til að skrá hunda sína,“ segir að lokum í bréfi Dýraverndunarfélagsins sem Helga Þórunn Sigurðardóttir ritar undir.

Umhverfis- og framkvæmdaráð hefur beint því til skipulags- og byggingarráðs að finna heppilegan stað fyrir hundagerði. Teiknað hafði verið hundagerði á Hörðuvöllum en hætt var við þau áform vegna andmæla íbúa í grennd.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2