fbpx
Laugardagur, desember 2, 2023
HeimFréttirVilja greiða Hópbílum um 140 milljónir fyrir ferðir sem voru ekki farnar...

Vilja greiða Hópbílum um 140 milljónir fyrir ferðir sem voru ekki farnar – Uppfært

Klofningur í meirihlutanum rétt fyrir kosningar

Valdimar Víðisson, fulltrúi Framsóknar í fjölskylduráði, vildi á fundi ráðsins í síðustu viku, að Hafnarfjarðarbær greiddi Hópbílum að fullu fyrir þær ferðir sem ekki voru farnar í sérhæfðri akstursþjónustu og skóla- og frístundaakstri þrátt fyrir að samningar kveða á um að aðeins sé greitt fyrir eknar ferðir.

Vegna Covid hafa ferðir ekki orðið eins margar og áætlað var og sótti Hópbílar um tekjafallsstyrki til Hafnarfjarðarbæjar en beiðnir fyrirtækisins hefur ekki verið birt í fundargerðum og í raun hefur í raun ekkert verið upplýst þar um málið fyrr en fjölskylduráð tók málið upp, eftir að bæjarráð hafði fjallað um það í langan tíma en vísaði því síðan til fjölskylduráð sem á sínum tíma sá um að gera samninginn við Hópbíla.

Klofningur í meirihlutanum

Í bókun Valdimars Víðissonar (B) segir í rökstuðningi sínum: „Á þessum Covid tímum hafa Hópbílar haldið úti góðri og samfelldri þjónustu. Hópbílar hafa, eins og svo mörg önnur fyrirtæki, orðið fyrir tekjufalli vegna faraldursins. Mikilvægt er að bregðast við, eins og víða hefur verið gert, til að tryggja áframhaldandi þjónustu fyrir þennan viðkvæma hóp.“

Helga Ingólfsdóttir (D) gagnrýndi málsmeðferðina harðlega í langri bókun á fundi fjölskylduráðs 8. apríl sl.

Hún segir að ósk verksalaum sé að á árinu 2021 verði greitt fyrir viðmiðunarfjölda ferða að fullu en ekki fyrir eknar ferðir samkvæmt samningi og upplýsir að áður hafi af hálfu bæjarráðs verði samþykkt að greiða 80% af viðmiðunarfjölda ferða fyrir fyrri part ársins 2021 og 90% af viðmiðunarfjölda ferða fyrir seinni helming ársins 2021 og greiðslur fyrir 100% af viðmiðunarfjölda ferða fyrir árið 2022.

Fær ekki upplýsingar um forsendur né nákvæmar fjárhæðir

Segir Helga að ekki hafi fengist skýringar frá Ágústi Bjarna Garðarssyni, formanni bæjarráðs, á forsendum sem liggja að baki mismunandi prósentum vegna viðbótargreiðslna né nákvæmar fjárhæðir á þeim greiðslum sem hafa verið samþykktar. Telur Helga í bókun sinni að þær séu um 140 milljónir vegna ársins 2020, 2021 og 2022. Ekki liggja fyrir viðaukar fyrir hluta af þessum greiðslum að hennar sögn.

Skv. óstaðfestum upplýsingum var samþykkt að greiða aukalega 20 milljónir kr. fyrir árið 2020, 79 milljónir kr. fyrir árið 2022 og þegar hefur verið greitt fyrir 2021 og óskað er eftir hærri styrk.

Uppfært 13.4.2022

Þegar búið að greiða Hópbílum 95,7 milljónir kr.

Í svari fjármálastjóra Hafnarfjarðarbæjar kemur fram að greiddir tekjufallsstyrkir vegna Covid-19 voru 40,7 milljónir árið 2020 og að árið 2021 hafi verið greiddar 55 milljónir króna til Hópbíla.

Ekki hafi enn verið greiddir neinir styrkir vegna 2022.

Afgreitt án aðkomu fjölskylduráðs

Afgreiðslur í bæjarráði á tekjufallstyrkjum til verksala hafa verið án aðkomu eða samráðs við fjölskylduráð sem fer með forræði á samningi um sérhæfða akstursþjónustu í Hafnarfirði í umboði bæjarstjórnar.

Samningurinn felur í sér að greitt er fyrir veitta þjónustu, í þessu tilfelli eknar ferðir frá A til B með mánaðarlegu uppgjöri sbr. grein 1.6.2.22 til 1.6.24. Um er að ræða fast verð fyrir hverja ferð og verð tekur vísitölubreytingum. Þetta er sama fyrirkomulag og viðhaft hefur verið um árabil í sambærilegum samningum um akstursþjónustu.

Ákvæði um áviðráðanleg atvik

Í samningnum er skýrt kveðið á um óviðráðanleg atvik „Force Majeure“ í lið 1.5.14:

„Hvorki seljandi né kaupandi verða krafðir um bætur ef óviðráðanleg atvik (force majeure) sem hvorugum aðila verður kennt um svo sem styrjöld, eldsvoði, náttúruhamfari, verkföll, verkbönn eða annað þess hátta koma í veg fyrir efndir samnings þessa.“

Segir Helga að með því að skilgreindar voru þarfir og skipulag þjónustunnar, náðist fram mikilvæg hagræðing í núverandi samningi án þess að slakað væri á kröfum um gæði og það ásamt því að heimastöð verksala er í Hafnarfirði sé meginástæða þess að hagstæður samningur var gerður milli aðila en jafnframt sú mikla reynsla sem verksali búi yfir. „Viðbótargreiðslur vegna viðmiðunarfjölda ferða eiga ekki við miðað við samningsforsendur,“ segir Helga í bókuninni.

Afstaða annarra fulltrúa í fjölskylduráði

Annar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Kristjana Ósk Jónsdóttir harmaði að málið hafi ekki fengið efnislega meðferð í fjölskylduráði fyrr og tók ekki afstöðu til málsins.

Fulltrúi Miðflokksins, Sigurður Þ. Ragnarsson, tók neikvætt í erindið með físan í Force Majeure ákvæðið.

Árni Rúnar Þorvaldsson, fulltrúi Samfylkingarinnar, tók jákvætt í erindið enda mikilvægt að tryggja áframhaldandi rekstur þessarar mikilvægu þjónustu en harmaði vinnubrögð meirihluta að halda fjölskylduráði frá umræðu um málið þar til nú.

Fulltrúi Viðreisnar, Árni Stefán Guðjónsson, tók undir bókun Samfylkingarinnar.

Fátæklegar upplýsingar í fundargerðum

Úr fundargerð bæjarráða 1. júlí 2021
Úr fundargerð bæjarráðs 15. júlí 2021
Úr fundargerð bæjarráðs 16. desember 2021
Úr fundargerð bæjarráð 20. janúar 2022
Úr fundargerð fjölskylduráðs 18. mars 2022.

Fundargerð fjölskylduráðs 8. apríl 2022

Ummæli

Ummæli

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2