fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimFréttirViðskiptiNý Cleopatra 36 afgreidd til Lofoten

Ný Cleopatra 36 afgreidd til Lofoten

Bjørn Jakobsen útgerðarmaður frá Napp í Lofoten í Noregi fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Bjørnson.  Báturinn mælist 15 brúttótonn.  Báturinn leysir af hólmi eldri Cleopatra bát með sama nafni sem útgerðin fékk afhentan frá Trefjum árið 2008.

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C13 750hö tengd ZF325IV gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Simrad. Hann er með  hliðarskrúfu að framan tengdri sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til línu- og handfæraveiða.  Línubúnaður er frá LorMek í Noregi. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking. Rými er fyrir fimmtán 380L kör í lest.  Í stýrishúsi er rúmgóður borðsalur og eldunaraðstaða með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp.  Svefnpláss er fyrir 3-4 í lúkar ásamt salernisaðstöðu og sturtu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2