Biðröð eftir landsliðstreyjum

Biðröð fyrir utan verslun Músik og sport við Reykjavíkurveg

Löng biðröð myndaðist nú fyrir skömmu fyrir utan Músik og sport en verslunin var opnuð sérstaklega til að selja íslenskar landsliðstreyjur. Átti að vera opið þar til treyjurnar seldust upp! Gríðarlegur áhugi er fyrir leikjum íslenska landsliðsins á Evrópumótinu og allir vilja eignast landliðstreyjur. Hafa þær verið seldar víða um heim m.a. í Dubai en íslenska landsliðið er eina landsliðið í úrslitum Evrópumótsins sem leikur í búningum frá Errea.

Ljósmynd: Aðalheiður Millý Steindórsdóttir

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here