500 manns komu á veitingastaðinn Rif á einum degi!

Ævar Ólsen með gríðarlega vinsælan veitingastað sem fagnar eins árs afmæli

Ævar Ólsen matreiðslumeistari

Veitingastaðurinn Rif var opnaður á 2. hæð í Firði fyrir ári síðan en þá hafði húsnæðið allt verið endurgert og var hið glæsilegasta. Ævar Ólsen, matreiðslumeistari, sem getið hefur sér mjög gott orð í gegnum tíðina fyrir góðan rekstur á veitingastöðum raðaði saman matseðli og segist hafa rennt svolítið blint inn í reksturinn og sagðist hafa verið óviss hvernig Hafnfirðingar myndu taka staðnum en sjálfur er Ævar Suðurnesjamaður.

Ævar Ólsen matreiðslumeistari

En áhyggjur Ævars reyndust ástæðulausar og góður undirbúningur hans skilaði árangri. Hann opnaði fyrsta daginn aðeins með forréttamatseðli sem sló í gegn og segir Ævar að síðan þá hafi verið meira en nóg að gera.

Staðurinn tekur 80 manns í sæti og er opinn frá 11.30 virka daga og frá 12 um helgar og er opið fram á kvöld. Gestir koma því til að sækja í mat, kaffi og kökur og drykki og segir Ævar aðsókn vera nokkuð stöðuga.

Staðurinn er mjög hlýlegur og útsýnið yfir höfnina er magnað. Matseðillinn er við allra hæfi og fólk getur notið þess ef það vill að fylgjast með fótboltaleik á sjónvarpsskjá þegar svo ber undir eða bara fylgjast með útsýninu fyrir framan sig eða út um gluggann.

COVID tíminn söluhár

Ævar lokaði ekki yfir COVID-19 tímann eins og flest önnur veitingahús, hann fylgdi þó öllum reglum um sóttvarnir og passaði sérstaklega vel upp á tveggja metra regluna. Aðsókn var mikil og nokkuð augljóst að margir vildu brjóta upp daginn og gera sér glaðan dag með því að fara út að borða. Ótrúlegt en satt þá segir Ævar að maí mánuður hafa verið hans besti mánuður!

Reyndar stefnir afmælismánuðurinn í metaðsókn en síðustu tvo daga hafa um 500 gestir komið á staðinn. Aðspurður um það hvernig gangi að taka á móti svona mörgum, segir Ævar að það kalli á skipulag og öguð vinnubrögð góðra starfsmanna en að jafnaði tekur aðeins 13-14 mínútur að afgreiða hverja matarpöntun. Ekki er lengur tekið við borðapöntunum og hafa myndast langar biðraðir fyrir utan veitingastaðinn.

Alls starfa um 20 manns á Rif, þar af 9 fastráðnir og segir Ævar að engir hafi hætt, aðeins hafi bæst við en hann segir mikilvægt að hafa gott starfsfólk.

Fiskur og franskar vinsælast

Matseðillinn á Rifi er fjölbreyttur og verðið mjög lágt. Ævar segir Fish & ships hafa verið vinsælast frá upphafi en einnig hafa rifin verið geysilega vinsæl enda þann þekktur fyrir góð rif. Þá séu vöfflur og kökur vinsælar.

Nú er afmælistilboðið, forréttur að eigin vali og drykkur á aðeins 1.490 kr. sem hefur slegið rækilega í gegn að sögn Ævars.

Rif er frábær viðbót í flóru veitingastaða í Hafnarfirði og hróður hans hefur farið víða og kemur fólk víða að til að snæða hjá Ævari sem stendur vaktirnar eins og unglamb.

Nánar má sjá matseðilinn á www.rif.is og fá fréttir af staðnum á Facebook

Ummæli

Ummæli