fbpx
Laugardagur, desember 2, 2023
HeimFréttirVatnselgur var víða á götum bæjarins

Vatnselgur var víða á götum bæjarins

Myndir frá umflotnum götum

Mikill vatnselgur myndaðist víða í bænum í morgun eftir mikla rigningu frá því í gærkvöldi. Sumsstaðar voru götur og bílastæði eins og stöðuvötn og gerðu ökumönnum oft erfitt um vik.

Fjarðargatan á móts við Linnetsstíg

Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar höfðu í nógu að snúast að skafa snjókrapa í burtu til að opna ræsi.

Fjarðargatan var lengi umflotin vatni á löngum kafla á móts við Linnetsstíginn og var umferðin hæg þar um.

Meðfylgjandi myndir sýna þó meira en nokkur orð.

Planið bak við ráðhúsið var á floti á kafla
Kantsteinninn horfinn í vatnið á Fjarðargötunni
Algengt er að þarna á Bæjarhrauninu myndist stór pollur

Ummæli

Ummæli

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2