fbpx
Miðvikudagur, október 9, 2024
target="_blank"
HeimFréttirUmhverfiðSkortur á tunnum í takt við tímann í Hafnarfirði

Skortur á tunnum í takt við tímann í Hafnarfirði

Er ekki hægt að fá sterkari ruslafötur?

Undanfarin misseri hefur hundaeigendum Hafnarfjarðar brugðið við þegar þeir hafa ætlað að nýta sér ruslafötur bæjarins, er þeir taka daglega göngutúrinn með dýrið. Og þá sérstaklega á Völlunum.

Fjölgun skemmdarverka er að hafa sóðaleg áhrif sem gætu hugsanlega orðið skaðleg umhverfinu. Því ekki viljum við að litlar forvitnar hendur komist í pokana. Hvað þá aðrir hundar.

Ekki huggulegt að sjá
Ekki huggulegt að sjá

Augljóst er að hægt er að sparka lokinu undan tunnunum svo að það losni og það er eitthvað sem hefur ekki farið framhjá óeirðarseggjum sem læðast fram þegar enginn sér til og skilja eftir sig götu eftir götu, með heilsuspillandi úrgangi. Svo ekki sé minnst á hversu lágt gæðastig virðist verða á myndinni af hverfinu í kjölfarið. Þetta er að sjálfsögðu óviðráðanleg staða, svo að það þarf að leysa þetta mál, áður en illa fer.

Þegar þessar tunnur voru settar upp í landinu til að byrja með voru hundaeigendur alls ekki svona margir og þarf virkilega að sjá hvort hægt sé að leysa þetta með öðru en að banna krökkunum að sparka. Því jú, eins og allir vita þá verður það bara ennþá meira spennandi – fyrir suma.

Spurningin er hvort Hafnfirðingar geti mögulega skipt þessum gömlu grænu ruslafötum út fyrir nýrri og sterkari tegund sem þjóna tímanum sem við og besti vinur mannsins, búum á núna.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2