fbpx
Miðvikudagur, apríl 24, 2024
HeimFréttirUmhverfiðNú er tími til að klippa gróður á lóðarmörkum!

Nú er tími til að klippa gróður á lóðarmörkum!

Lóðareigendur geta verið skaðabótaskyldir vegna slysa sem hljótast af gróðri

Sjaldan hafa svo margir verið á ferðinni um bæinn og á göngustígum í nágrenninu og nú undanfarið. Mikilvægt er að halda 2 metra fjarlægð en það er misjafnlega auðvelt.

Víða ná einstaka greinar eða heilu runnarnir vel inn á gangstéttir og þrengja þær þá verulega auk þess að valda hættu á augnskaða.

Bæjarbúar eru því hvattir til að klippa allan gróður sem nær út fyrir lóðarmörk í a.m.k. 250 cm hæð yfir jörðu.

Rétt er að benda á að gróður á aldrei að vaxa út á gangstéttir og því mikilvægt að klippa vel fyrir innan lóðarmörk ætli fólk ekki að vera reglulega með klippurnar á lofti í sumar.

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2