fbpx
Sunnudagur, september 8, 2024
HeimFréttirUmhverfiðNorðurljósadans við Hvaleyrarvatn

Norðurljósadans við Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn og umhverfi þess er sífellt að verða betri útivistarparadís. Í gær spókaði fólks sig þar í sólskininu en þegar líða tók á kvöldið fóru norðurljós að gera vart við sig og mynduðu fagra umgjörð um vatnið.

Upp úr miðnætti æstist dansinn og hraðar hreyfingar norðurljósanna gerðu áhorfendur agndofa.

Ljósmyndari Fjarðarfrétta var á staðnum og fangaði hluta af fegurðinni, bæði með síma sínum og myndavél.

Efri myndin er tekin vestur yfir vatnið en hin er tekin við skátaskálann Skátalund.

Við skátaskálann Skátalund – símamynd

Það skyggði aðeins á fegurðina að fólk var við vatnið á bíl með fullum ljósum en rétt er að minna fólk sem fylgist með norðurljósum að slökkva ljós á kyrrstæðum bifreiðum sínum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2