Íbúar á Völlunum hafa margir hverjir fengið sig fullsadda af lélegri umgengni í götum hverfisins.
Haft er um það orð á facebooksíðu þeirra að nú sé nóg komið af meðvitundarleysinu.
Margir vilja meina að það megi standa betur saman svo að notalegur bragur fjölskylduhverfisins sé sjáanlegur. Að samfélagslegu ábyrgðinni verði gerð betri skil, svo að allir geti staðið saman í þágu hvers annars.
Líkur eru þó á því að þetta sé ekki einungis vegna slakrar meðvitundar nágranna um hreinlæti, því stormurinn á mánudag getur hafa feykt einhverjum tunnum.
Ef einhver hópur unglinga eða barna og foreldra sjá sig knúna til að til að taka með sér aukapoka, séu þeir í gönguferð og vilji hjálpa til, væru Fjarðarfréttir gjarnan til í að fá myndir og fréttir af ferðinni.
Soffía Hrönn