Tók u-beygju í veg fyrir mótorhjól í forgangsakstri

Ökumennirnir alvarlega slasaðir en ekki í lífshættu

Ökumaður lögreglubifhjólsins og ökumaður bifreiðarinnar sem lentu í hörðum árekstri á Reykjanesbraut undir göngubrúnni ofan við Hvamma í hádeginu eru alvarlega slasaðir en eru ekki í lífshættu skv. upplýsingum lögreglunnar.

Lögreglubifhjólinu var ekið í forgangsakstri á Reykjanesbraut í átt til Reykjavíkur þegar ökumaður bifreiðar á leið vestur tók u-beygju og í veg fyrir bifhjólið, sem var á talsverðri ferð. Forgangsaksturinn var tilkomin vegna alvarlegs umferðarslyss á Suðurnesjum, en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var að greiða fyrir leið sjúkrabifreiða frá þeim vettvangi.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here