Tilboð í mislæg gatnamót við Krýsuvíkurveg opnuð 21. febrúar

Verkinu á að vera lokið 1. nóvember í ár

Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í gerð mislægra vegamóta á mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar auk allra vega og stígagerðar sem nauðsynleg er til að ljúka gerð vegaframkvæmdanna endanlega. Verkinu á að vera lokið 1. nóvember í ár. Tilboð verða opnuð 21. febrúar nk. Útboðsgöng má nálgast í móttöku Vegagerðarinnar.

Yfirlit yfir framkvæmdasvæðið. Mynd: Vegagerðin

Til framkvæmdanna telst einnig breytingar á Krýsuvíkurvegi, gerð tengivegar að Suðurbraut og tengivegar að Selhellu. Einnig er innifalin gerð göngu- og hjólastígs með fram Suðurbrautartengingu og hraðatakmarkandi aðgerðir á Suðurbraut. Þá er gerð hljóðmana við Reykjanesbraut og í Hellnahverfi hluti verksins. Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here