Þórdís Eva Steinsdóttir (16) úr FH varð í dag önnur í sínum riðli í undanúrslitum í 400 m hlaupi á Evrópumóti 18 ára og yngri í frjálsum íþróttum.
Hún hleypur á 6. braut á morgun í úrslitahlaupinu sem hefst kl. 15:10 en mótið er sýnt á Eurosport 2 og á www.european-athletics.org. Tíminn 56,01 sek var sjá fjórði hraðasti í undanúrslitunum.
Þórdís á best 54,81 sek.
Þetta er glæsilegur árangur hjá Þórdísi Evu sem var með hita síðustu nótt.