fbpx
Fimmtudagur, október 3, 2024
HeimFréttirÞórdís Eva keppir í undanúrslitum á EM 18 ára og yngri

Þórdís Eva keppir í undanúrslitum á EM 18 ára og yngri

Þórdís Eva keppir

Þórdís Eva Steinsdóttir hlaupakonan unga úr FH keppir þessa dagana á á EM 18 ára og yngri í Tblisi í Georgíu. Hún keppir í 400 m hlaupi þar sem hlaupnar eru þrjár umferðir og fóru undanriðlarnir fram í morgun.

Þórdís Eva Steinsdóttir
Þórdís Eva Steinsdóttir

Þórdís Eva hljóp á 56,01 sek og var með fjórða hraðasta tímann en þess má geta að annar hraðasti tíminn var 55,98 sek.

Þórdís Eva hleypur á morgun, föstudag kl. 15:10 í undanúrslitum og má búast við hörkukeppni um þau 8 sæti sem eru í boði í úrslitahlaupinu sem fer fram á laugardag.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2