fbpx
Sunnudagur, desember 3, 2023
HeimFréttirAtvinnulífÞín fegurð er ný snyrtistofa í Firði

Þín fegurð er ný snyrtistofa í Firði

Þín Fegurð er ný snyrtistofa sem var opnuð á annarri hæð í verslunarmiðstöðinni Firði í september síðastliðinn.

Að sögn Öldu Bjargar Karlsdóttur, annars eigandans, býður snyrtistofan upp á alhliða snyrtimeðferðir eins og andlitsmeðferðir, fótsnyrtingar, neglur og vaxmeðferðir en einnig er boðið upp á augnháralengingar, lashlift, brúnkusprautun og fleiri meðferðir.

Stofan leggur mikið upp úr því að gefa faglega og persónulega þjónustu í notalegu umhverfi.

Eigendur stofunnar eru snyrtifræðimeistararnir Lára Huld og Alda Björg sem hafa margra ára reynslu í faginu.

Í byrjun nóvember bættist Cecilía í hópinn og starfa því þrír snyrtifræðingar á snyrtistofunni þessa stundina.

Lára, Alda og Cecilía

Snyrtistofan er opin 9-17 alla virka daga og lofa þær Alda Björg, Lára Huld og Cecilía að taka vel á móti öllum.

Nánari upplýsingar má finna á thinfegurd.is

Ummæli

Ummæli

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2