fbpx
Þriðjudagur, júní 25, 2024
HeimFréttirÞegar skátamót voru haldin í Helgadal

Þegar skátamót voru haldin í Helgadal

Helgadalur ofan við Kaldársel var lengi vinsæll staður fyrir skátamót. Strax árið 1938 héldu Hraunbúar Vormót sitt þar en fyrsta Vormótið var haldið í Kaldárseli árið áður.

Kaldársel var reyndar vinsæll útilegustaðir og komu skátar t.d. úr Reykjavík oft þangað, ekki síst skátar sr. Friðriks Friðrikssonar í Væringjum.

Síðasta Vormót Hraunbúa var haldið í Helgadal árið 1963. Var svæðið þá skilgreint sem vatnsverndarsvæði og síðar lokað af.

Göngufólk gengur gjarnan eftir hluta Helgadals á leið í Valaból. Þegar komið er niður í dalinn þar sem vatnsverndargirðingunni sleppir má sjá inn í dalinn til hægri.

Á mynd dagsins sem Gunnar Bjarnason tók sennilega 1947 má sjá Ólaf K. Guðmundsson, síðar lögreglumann og skáta úr Keflavík, og Diddu á Vormóti Hraunbúa í Helgadal.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2