Stórhættuleg iðja – Hanga aftan á strætó

Skjáskot

Íbúi á hverfasíðu Valla vakti síðdegis athygli á því að unglingur héngi aftan á strætó á ferð. Hafi unglingurinn hangið aftan á vagninum frá Ásvöllum að Drekavöllum.

Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem þetta gerist og því mikilvægt að foreldrar og aðrir vari við þessari hættulegu iðju.

Meðfylgjandi mynd er skjáskot úr myndbandi sem Róbert Orri Friðriksson, farþegi í bíl sem þarna ók um, tók.

Ekki þarf mikið hugmyndaflug til að sjá hversu hættulegt þetta er, ekki síst ef bíll ekur fyrir aftan.

Ummæli

Ummæli