fbpx
Laugardagur, apríl 13, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSkólasetning úti í góða veðrinu

Skólasetning úti í góða veðrinu

Skólasetning í Lækjarskóla var með óvenjulegu sniði í morgun.

Góða veðrið í sumar hefur greinilega fengið fólk til að hugsa út fyrir boxið en hingað til hefur skólasetning ávallt farið fram innandyra en nú voru allir nemendur, forráðamenn og starfsfólk boðaðir til skólasetningar úti á skólalóðinni.

Blöðrur og íslenski fáninn settu hátíðlegan svip á svæðið og krakkarnir hópuðust saman við merki hvers árgangs.

Yngstu nemendurnir voru spenntir á sinni fyrstu skólasetnignu.

Eflaust voru það yngstu börnin sem voru hvað spenntust enda að mæta í grunnskóla í fyrsta sinn. Svo voru það líka 10. bekkingarnir sem eru að hefja sitt síðasta ár í grunnskóla sem eflaust eru farnir að hugsa til næsta skólastigs.

Leikinn var skólasöngurinn, Lækjarskólinn minn og viðstaddir tóku undir. Þar mátti m.a. heyra:

Þar öryggi og ábyrgð læra,
einnig virðingu,
og vináttu og visku færa
veröld hamingju.

Á nýjum stað þú stendur núna,
ég stolti fyrir finn.
Við Lækinn enn og litlu brúna,
Lækjarskólinn minn.

Dögg Gunnarsdóttir skólastjóri flutti ávarp.

Skólastjórinn, Guðbjörg Dögg Gunnarsdóttir flutti ávarp og nýnemendur fengu smá gjöf.

Þrettán ára nemandi skólans, Sólrún Eva Hannesdóttir lék á gítar og söng fyrir viðstadda við góðar undirtektir.

Sólrún Eva Hannesdóttir, 13 ára nemandi skólans.

Að lokum hurfu nemendur inn í skólastofurnar þar sem skólastarfið var kynnt en annars var þetta stuttur skóladagur og nemendurnir geta fagnað í dag í góða veðrinu.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2