fbpx
Mánudagur, desember 4, 2023
HeimFréttirSkólamálVíðistaðaskóli grunnskólameistari í sundi

Víðistaðaskóli grunnskólameistari í sundi

Hraunvallaskóla varð í öðru sæti

Í gær var boðsundskeppni grunnskólanna haldin í Laugardalslaug. Keppt var í innilauginni í 25 m braut og voru 64 sveitir skráðar til leiks. Í hverri sveit eru 8 sundmenn og því rúmlega 500 grunnskólanemar sem kepptu.

Gríðarleg stemmning var í lauginni og keppendur hvattir áfram af sínum félögum og spennan mikil.

Keppt var með útsláttarfyrirkomulagi og í 5.-7. bekk og 8.-10. bekk. Eftir fyrstu umferð komust 9 sveitir áfram, þaðan komust 6 áfram í undanúrslit og í úrslitum syntu svo 3 sveitir.

Einn hafnfirsku keppendanna

Víðistaðaskóli og Hraunvallaskóli efstir

Í flokki 5.-7. bekkjar sigraði Víðistaðaskóla glæsilega á tímanum 2:05,60 mín. Í öðru sæti var Hraunvallaskóli á tímanum 2:07,06 mín. og í því þriðja var Grundaskóli á tímanum 2:13,87 mín.

Sigurlið Víðstaðaskóla

Í flokki 8.-10. bekkjar sigraði Hagaskóli á tímanum 1:43.54 mín, í öðru sæti var Holtaskóli á tímanum 1:49,65 mín og í þriðja sæti var Brekkubæjarskóla á 1:49,93 mín., einungis 28/100 úr sekúndu frá Holtaskóla.

Verðlaunapeningar voru veittir fyrir efstu þrjú sætin í hvorum flokki og fengu sigurvegararnir afhentan eignabikar.

Þrír skólar úr Hafnarfirði sendu lið í keppni, Setbergsskóli sem átti sveit sem var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit í eldri flokknum, Hraunvallaskóli og Víðstaðaskóli.

Laugardalslaug

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2