fbpx
Þriðjudagur, janúar 18, 2022

Ný tillaga með stærri en færri húsum við Víðistaðatún

Bæjarstjórn vísaði á fundi sinum 5. febrúar sl. tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Hjallabraut aftur til skipulags- og byggingarráðs. Í þeirri tillögu var gert ráð fyrir 11, 2ja hæða, 135 m² einbýlishúsum án bílskúra þar sem aðeins var gert ráð fyrir einu bílastæði við hvert hús.

Þá var gert ráð fyrir aðskomu að húsunum um bílastæði við skátaheimilið Hraunbyrgi og í raun yfir fjölfarinn göngustíg sem þar liggur um.

Enn er gert ráð fyrir aðkomu um bílastæði við skátaheimilið og yfir gangstig en gert ráð fyrir 2 bílastæðum við hvert hús.

Skipulags- og byggingarráð fjallaði um málið í gær og þar var lögð fram breytt tillaga sem gerir ráð fyrir fækkun um tvö hús svo þau verði 9 í stað 11. Þá var gert ráð fyrir að þrjú húsanna sem snúa að Víðistaðatúni verði aðeins einnar hæðar en mun stærri. Þá er gert ráð fyrir að bílageymsla verði við hvert hús en ekki var gert ráð fyrir bílageymslum áður. Þá er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum við hvert hús.

Skv. meðfylgjandi teikningu hér að ofan er enn gert ráð fyrir að aðkoma að þessum húsum verði um bílastæðið við skátaheimilið og yfir göngustíg sem þarna liggur og tengir m.a. Sævanginn við Víðistaðatún og Víðistaðaskóla.

Skipulags- og byggingarráð fól umhverfis- og skipulagssviði að vinna deiliskipulag samkvæmt framlagðri tillögu sem ekki var birt með fundargerðinni.

Eldri tillagan með 11 2ja hæða húsum.

Heldur fátæklega er sagt frá tillögunni í fundargerð skipulags- og byggingarnefndar og engin fylgigögn eru birt.

3. 1908058 – Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting
Á fundi bæjarstjórnar þann 5. feb. s.l. var Hjallabraut, deiliskipulagsbreyting vísað aftur til skipulags- og byggingarráðs. Lögð fram breytt tillaga sem gerir ráð fyrir fækkun á húsum, hæð húsa er snúa að Víðistaðatúni og breytingu á bílastæðum og bifreiðageymslum.
Skipulags- og byggingarráð felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna deiliskipulag samkvæmt framlagðri tillögu.

 

Sjá má alla fundargerðina hér.

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,319AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar