Hringtorgið sprungið. Fyrir 14 árum vildi bæjarstjórnin ekki mislæg gatnamót.

Nú vilja menn viðunandi lausn

Þó nokkrir bílar hafa oltið á hringtorginu við Lækjargötu.

Þegar Vegagerðin vildi setja mislæg gatnamót á Reykjanesbraut á móts við Lækjargötu stóð þáverandi bæjarstjórn gegn þeim hugmyndum en þá átti einnig að setja Reykjanesbrautina í stokk. Strax árið 2002 voru komnar hugmyndir hjá Hafnarfjarðarbæ um að fá áætlunum um gerð mislægra gatnamóta breytt en bærinn taldi að ekki væri tryggt fjármagn til að breikka Reykjanesbraut og að gera þessi mislægu gatnamót. Vegagerðin hafði hins vegar sett sem skilyrði að öll gatnamót á Reykjanesbraut í gegnum Hafnarfjörð yrðu mislæg.

Í framhaldinu var sett hringtorg sem leysti úr brýnasta vandanum og slys heyrðu næstum sögunni til. Þá kom fram að þetta væri aðeins bráðabirgðalausn því umferðarspár segðu að þarna þyrftu að koma mislæg gatnamót. Þess í stað voru sett mislæg gatnamót við Kaldárselsveg en þá var nýbúið að setja þar hringtorg með góðum árangri.

Skipulags- og byggingarráð fjallaði um hringtorgið á fundi sínum í vikunni og telur að nú sé svo komið að erfitt er fyrir íbúa Hafnarfjarðar að komast leiðar sinnar á álagstímum. Hringtorgið við Lækjargötu/Setberg nái ekki að þjóna tilgangi sínum að tryggja eðlilegt flæði umferðar í allar áttir.

Miðað við fyrirliggjandi greiningar er ljóst að nauðsynlegt er að úrbætur á Reykjanesbraut fái forgag.

Þær lausnir sem kynntar hafa verið með ljósastýringu á hringtorginu eru ekki viðunandi úrbætur fyrir íbúa Hafnarfjarðar að mati umhverfis- og framkvæmdaráðs og leggur ráðið þunga áherslu á að Vegagerðin leggi fram tillögur að varanlegri lausn vegna aukinnar umferðar á hringtorginu.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here