Garðbæingar vilja loka tengingu við Herjólfsbraut

Garðbæingar sem búa við Boðahlein og Naustaahlein þurfa að aka 2,5 km aukakrók til að komast í miðbæ Garðabæjar.

T.v. má sjá Herjólfsbraut, sem á kortinu er merkt Herjólfsgata en á öðrum kortum heitir gatan Herjólfsbraut þar sem hún liggur í Garðabæ.

Garðbær hefur auglýst tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem gerir ráð fyrir að rjúfa tengingu gamla Álftanesvegar við Herjólfsbraut til austurs. Þá þurfa íbúar Garðabæjar sem búa við Naustahlein og Boðahlein að taka á sig 3,2 km krók út á Álftanes og til baka aftur eftir nýja Álftanesveginum að hringtorgi sem er á Álftanesveginum þar sem nýji vegurinn tengist við þann gamla.

Það er því 2,5 km aukakrókur sem þessir íbúar þurfa að taka á sig ætli þeir í miðbæ Garðabæjar.

Það verður því styttra fyrir þá að fara í gegnum Norðurbæinn í Hafnarfirði til að flytja sig um set í eigin sveitarfélagi. Þetta mun einnig hafa mikil áhrif á akstur til og frá Hrafnistu.

Þessum fyrirætlunum hefur verið mótmælt af yfirvöldum í Hafnarfirði enda var ekkert samráð við skipulagsyfirvöld í Hafnarfirði um þessa breytingu.

Sjá má breytingartillöguna hér.

og auglýsinguna hér.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here