fbpx
Þriðjudagur, apríl 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirSigruðu á CupDenmark fótboltamótinu

Sigruðu á CupDenmark fótboltamótinu

FH stelpur í 3. flokki urðu í 1. og 3. sæti

Í upphafi leiks. Ljósmynd: Gestur Skarphéðinsson.
Í upphafi leiks.
Ljósmynd: Gestur Skarphéðinsson.

Tvö lið frá Íslandi tóku þátt í CupDenmark fótboltamótinu sem er ný lokið. Alls tók 171 lið frá 15 löndum þátt og leikið var í 14 aldurshópum. Bæði íslensku liðin voru frá FH, lið 1 og 2 sem kepptu bæði í aldursflokki stúlkna sem fæddar eru 1999. Stúlkurnar léku því við eldri stelpur en FH-stúlkurnar eru allar fæddar 2000 og 2001.

Sigurlið FH. Ljósmynd: Gestur Skarphéðinsson.
Sigurlið FH.
Ljósmynd: Gestur Skarphéðinsson.

FH 1 sigraði í A-riðli, vann alla þrjá leiki sína og fékk ekki á sig mark. Vann liðið tvo leiki 6-0 og einn 2-0.

Í B-riðli vann FH 2 tvo leiki og tapaði einum og varð í 2. sæti á lakara markahlutfalli.

Gull- og bronslið FH. Ljósmynd: Gestur Skarphéðinsson.
Gull- og bronslið FH.
Ljósmynd: Gestur Skarphéðinsson.

FH liðin mættust svo í undanúrslitum og sigraði FH 1 með tveimur mörkum gegn einu. FH 1 lék síðan gegn Wa IF frá Svíþjóð í úrslitum og vann 6-5 eftir vítaspyrnukeppni.

Sigri fagnað. Ljósmynd: Gestur Skarphéðinsson.
Sigri fagnað.
Ljósmynd: Gestur Skarphéðinsson.

FH 2 sigraði svo Vellinge IF frá Svíþjóð í keppni um bronsið, 2-1.

Þjálfarar liðanna eru Vilhjálmur Kári Haraldsson og Tómas Leifsson en Vilhjálmur og Sigþór Árnason voru með liðunum í Danmörku.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2