fbpx
Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimFréttirSelur rafmagnsbíla í Hafnarfirði

Selur rafmagnsbíla í Hafnarfirði

Glæsilegur SERES 3 rafmagnsbíll með 420 km drægni

RAG á Helluhrauni hefur hafið sölu á Seres 3 rafmagnsbílum frá DFSK, einum stærsta bílaframleiðanda í  Kína.

Rafn Arnar Guðjónsson, eigandi RAG, segir bílinn búinn fullkomnasta búnaði en bíllinn sé hannaður í samstarfi við Martin Eberhard, sem var einn stofnenda Tesla og fyrsti framkvæmdastjóri þess.

Rafn Arnar Guðjónsson fyrir utan fyrirtæki sitt við Helluhraun.

Bíllinn er í svipuðum flokki og Hyundai Kona er 438 cm langur og 185 cm breiður og 165 cm hæð. Hann er með framdrifi og hæð undir lægsta punt eru heilir 18 cm!

Bíllinn er mjög rúmgóður og gott fótapláss og innréttingar eru vandaðar.

RAG býður upp á eina útfærslu, lúxusútfærslu með miklum búnaði. Bíllinn kemur með 53,6 kwh rafhlöðu og drægnin er uppgefin 402 km NEDC en 301 km WLTP sem er nýrra viðmið. Hann má draga 750 km eftirvagn og 1200 kg eftirvagn með bremsu.

Stuttur reynsluakstur

Blaðamaður Fjarðarfrétta fór í stuttan reynsluakstur á bílnum og reyndist hann mjög þægilegur í akstri. Hann er með þrjár ökustillingar, eco, normal og sport. Sennilega myndu flestir aka honum í normal stillingu þar sem hann er mjög hægur af stað í eco stillingunni. Í normal stillingunni er hann hins vegar mjög viðbragðssnöggur. Veghljóð er mjög lítið og aksturinn hinn þægilegasti, í góðum sætum og útsýni gott. Aðgengi að hinum ýmsu stillingum er gott og ekki þarf að leita í skjá eftir stillingu á miðstöðinni svo dæmi sé tekið.

Hlaðinn búnaði

Gott aðgengi er að stjórnbúnaði

Bíllinn er hlaðinn búnaði, með rafræna dreifingu bremsukrafts og rafræna stöðuleikavörn, bremsuaðstoð og spólvörn. Hann er með búnað sem heldur bílnum innan veglína og fullkomnum hraðastilli auk árekstrarvara. Hann er með 360° myndavél og hjálp við að leggja í stæði svo eitthvað sé nefnt. Bíllinn kemur með varadekki í fullri stærð, glerþaki sem má opna og fleiri búnaði sem vert er að skoða.

Verð bílsins er aðeins 5.900.000 kr. og aðeins örfáir bílar eftir en næsta sending kemur í ágúst/september og er bíllinn þá eitthvað uppfærður.

Um RAG

Rafn Arnar Guðjónsson hefur um langt skeið flutt inn bíla og ýmsan búnað en stofnað RAG árið 2013 og hefur fyrirtækið stækkað mikið síðan.

    • RAG stundar innflutning á nýjum og notuðum fólksbifreiðum, atvinnubílum, vinnuvélum, og öðrum tækjum.
    • Yfir 30 ára reynsla af inn og útflutningi með tengslanet um alla evrópu og víðar.
    • RAG er einn stærsti innflytjandi á Benz rútum, fjórhjóladrifnum með háu og lágu drifi í Artic útgáfu.
    • RAG flytur inn ýmsar gerðir af vögnum og landbúnaðartækjum frá þýska fyrirtækinu Fliegl.
    • RAG selur rafmagnsfjórhjól fyrir krakka og fullorðna frá Hecht og einnig þjöppur og garðtæki.

Sjá nánar á www.rag.is og í versluninni að Helluhrauni 4.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2