fbpx
Þriðjudagur, september 10, 2024
HeimFréttirReiði vegna mikill seinkunar á sorphirðu - komin viku á eftir áætlun

Reiði vegna mikill seinkunar á sorphirðu – komin viku á eftir áætlun

Sorphirða vel á eftir áætlun

Mikil kergja er í fólki á samfélagsmiðlum vegna seinkunar á sorphirðu og misvísandi upplýsingum á síðu Hafnarfjarðar.

Íbúar í Setbergi hafa verið mjög óhressir með að hirðing á plasti og pappír er nú komin viku á eftir áætlun en ranglega stendur á vef bæjarins að síðasta losun hafi verið 5. janúar.

Íbúar fengu þær upplýsingar hjá Hafnarfjarðarbæ að Terra hafi upplýst að búið væri að tæma í Setbergi en sl. þriðjudag fékk einn íbúinn þau svör að mikil seinkun hafi verið á sorplosun og aðallega vegna mikillar hálku sem var í bænum alla síðustu viku.

„Þjónustuaðili okkar eru að gera sitt besta og voru að vinna alla helgina og verða fram á kvöld næstu daga. Samkvæmt síðustu fréttum frá Terra verður farið í Setbergið í dag [þriðjudag].“

Á almennt ekki að skeika meiru en hálfum til einum degi

Í gær var bætt inn upplýsingu um að um 7 daga seinkun sé á sorphirðu í Hafnarfirði.

Á vef bæjarins segir: „Sorphirðudagatalið er til viðmiðunar. Veður, veikindi og bilanir geta haft áhrif, en almennt ætti ekki að skeika meiru en hálfum til einum degi á sorphirðu milli hverfa.“

Umhverfis- og framkvæmdaráð fjallaði um málið í dag

Í bókun umhverfis- og framkvæmdaráðs í dag segir: „Losun sorptunna er víða á eftir áætlun sem hefur haft þau áhrif að sorp safnast upp hjá íbúum sem er miður. Samkvæmt upplýsingum frá Terra, þjónustuaðila bæjarins í sorphirðu er unnið hörðum höndum að vinna upp þær tafir sem hafa orðið á sorphirðunni. Umhverfis- og framkvæmdaráð beinir þeim tilmælum til Terra að sorphirða sé skipulögð með þeim hætti að ekki komi til tafa á sorphirðunni í kringum jól og páska.“

Þá beinir umhverfis- og framkvæmdaráð þeim tilmælum til Sorpu bs. að auka tíðni á losun úr grenndargámum þá sér í lagi í kringum hátíðisdaga. „Allir grenndargámar í bænum hafa verið yfirfullir í þó nokkurn tíma og því augljóst að þannig þjóna þeir ekki tilgangi sínum nema síður sé.“

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2