fbpx
Laugardagur, september 7, 2024
HeimFréttirPólitíkBæjarráð samþykkir að byggja fótboltahús á Ásvöllum og hafnaði frestun á afgreiðslu

Bæjarráð samþykkir að byggja fótboltahús á Ásvöllum og hafnaði frestun á afgreiðslu

Engar upplýsingar um kostnað við 9.900 m² knatthús sem á að rísa

Bæjarráð samþykkti í morgun samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og Knattspyrnufélagsins Hauka um byggingu nýs knatthúss á Ásvöllum.

Tekjur af innheimtum lóðaverðum (gatnagerðargjald+byggingarréttargjald) vegna nýrrar 100-110 íbúða byggðar á íþróttasvæðinu á Ásvöllum verða nýttar til uppbyggingar knatthúss á Ásvöllum en hvergi kemur fram í samþykktinni hver áætlaður kostnaður fyrir sveitarfélagið verðu. Gatnagerðargjöldin eru almennt ætluð til að dekka kostnað vegna uppbyggingar byggðar og því má reikna með að sá kostnaður falli í staðinn á bæjarbúa.

Í nýju deiliskipulagi er skilgreind ný lóð undir íbúðabyggð, þar sem gert er ráð fyrir 100 til 110 íbúðum. Hæð húsa verði um 2-5 hæðir. Bílakjallari verður undir byggingunum fyrir 90 bílastæði og 60 bílastæði ofanjarðar. Þá er gert ráð fyrir að byggt verði fjölnota knatthús nyrst á lóðinni. Stærð knatthússins verði 9.900 m² og hæð verði 25 m yfir miðju vallar, en 12 m í hliðum. Gert er ráð fyrir 230 nýjum bílastæðum vestan og norðan megin við knatthús.

Adda María Jóhannsdóttir óskaði eftir frestun á afgreiðslu málsins en við því var ekki orðið og sat Adda María þá hjá við afgreiðslu málsins og laði fram svohljóðandi bókun:

„Í ljósi þeirra athugasemda sem Skipulagsstofnun hefur gert við aðalskipulagstillögu vegna uppbyggingar á Ásvöllum telur fulltrúi Samfylkingarinnar rétt að beðið verði með að afgreiða samkomulagið sem hér um ræðir þar til brugðist hefur verið við þeim.“

Þá sagði hún það sæta nokkurri furðu að áhersla sé á að afgreiða samkomulagið með slíkum flýti að það megi ekki bíða þar til athugasemdunum hefur verið svarað, ekki síst í ljósi þess að fyrir réttum mánuði lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra fram fjárhagsáætlun sem gerir ekki ráð fyrir neinu fjármagni í uppbyggingu íþróttamannvirkja á árinu 2020.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra létu bóka að í greinargerð með fjárhagsáætlun 2020 komi það skýrt fram að framkvæmdir við nýtt knatthús á Ásvöllum muni hefjast í takt við tekjur af sölu lóða á svæðunum. Fyrirliggjandi samkomulag sé því í fullu samræmi við fjárhagsáætlun og áform núverandi meirihluta.

Nýja knatthúsið og Ástjörnin í forgrunni

Hafnarfjarðarbær skuldbindur sig til að fjármagna verkefnið að öðru leyti. Ákvörðun um fjármagn til verkefnisins er tekin af bæjarstjórn í fjárhagsáætlun hvers árs og eða við breytingu fjárhagsáætlunar þess árs.

Skipuð verður framkvæmdanefnd með 2 fulltrúum frá meirihluta, 1 fulltrúa frá minnihluta og 2 fulltrúum frá Haukum. Meginverkefni nefndarinnar er fylgjast með framkvæmdum við uppbyggingu knatthúss á Ávöllum og skal nefndin vinna eftir samkomulagi Hafnarfjarðbæjar og Hauka um uppbyggingu knatthúss á Ávöllum.
Nefndin skal koma að undirbúningi að hönnun og síðan framkvæmdum verksins. Þá skal nefndin koma að undirbúningi á fjármögnun verkefninsins. Nefndin skal hafa skýrslu starfshóps um uppbyggingu á Ásvöllum til hliðsjónar við verkefnið.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2