fbpx
Þriðjudagur, október 8, 2024
HeimFréttirÖll blöð Fjarðarfrétta, allt frá 1969, aðgengileg á timarit.is

Öll blöð Fjarðarfrétta, allt frá 1969, aðgengileg á timarit.is

Einfaldar heimildaleit í fréttum um hafnfirsk málefni

Nú hefur Landsbókasafn Íslands lokið við að skanna öll eldri tölublöð Fjarðarfrétta, allt frá 1969 og setja inn á timarit.is. Þá hefur safnið fengið öll tölublöð frá 2016 til dagsins í dag á PDF formi og sett inn sömuleiðis.

Á timarit.is eru geymd hvers konar blöð og tímarit sem hafa verið skönnuð og gert mögulegt að leita að ákveðnum orðum í blöðum sem gerir alla heimilda­leit mun auðveldari.

Ýmis önnur hafnfirsk blöð eru komin og á leiðinni inn á tímarit.is en hægt er að leita eftir titlum útgefnum í Hafnar­firði en í dag eru þar 32 titlar. Þannig er hægt að leita í ákveðnum blaðatitlum eftir ákveðnu tímabili og kennir ýmissa grasa.

Alls hafa 224 tölublöð Fjarðar­frétta þannig verið gerð aðgengileg fyrir alla heimildaleit og því aðeins jólablaðið sem ekki er komið þar inn. Bein slóð á fyrsta blað núverandi útgefanda má finna hér.

Bein slóð á Fjarðarfréttir á timarit.is er https://timarit.is/publication/1526 

Hönnunarhúsið ehf., útgefandi Fjarðar­frétta þakkar Landsbókasafninu fyrir samstarfið og vonast til þess að blöðin á timarit.is is veki áhuga hjá Hafnfirðingum og öðrum áhugasömum um Hafnarfjörð, enda eru bæjarblöð mikil menningar­verðmæti hvers sveit­ar­félags.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2