Olíumengun í höfninni

Olíumengun við ströndina

Töluverð olíumengun hefur verið í Hafnarfjarðarhöfn undanfarna daga. Ungir siglingamenn nýta höfnina sem siglingasvæði og unglingar hafa verið að stökkva í sjóinn í smábátahöfninni og hefur mengunin áhrif þar á.

Er siglingafólk óánægt með að olíumengun skuli sjást í marga daga og finnst lítið að gert.
Engar tilkynningar eru á síðu Hafnarfjarðarhafnar um mengunarslys, en talið er að olíu hafi verið sleppt úr skipi sem liggur við bryggju.

Lögreglu var tilkynnt um olíumengun í Hafnarfjarðarhöfn að kvöldi 15. júní og þá kom fram að hafnarstarfsmenn og slökkvilið hafi þegar hafist handa við hreinsun.

Mengunin hefur þó verið áberandi eftir það eins og sést á þessum myndum sem teknar voru í gær, laugardag.

Ummæli

Ummæli