Öflugir ungir kylfingar

Máni Freyr Vigfússon sex ára sigraði á Meistaramóti barna

Þrír ungir og efnilegir á Hvaleyrarvellinum, f.v.: Birgir Páll Jónsson (8), Máni Freyr Vigfússon (6) og Magnús Víðir Jónsson (7).
Máni Freyr
Máni Freyr

Veðrið lék við golfarana á Hvaleyrarvelli á þriðjudaginn en þá stóð yfir Meistaramót Keilis og Meistaramót barna. Í Meistaramóti Keilis voru 270 keppendur í 21 flokki allt frá 14 ára að aldri. Yngri krakkarnir kepptu á sérstöku móti og voru keppendur þar níu talsins, fjórar stúlkur og 5 drengir.

Magnús Víðir
Magnús Víðir

[Uppfært 9. júlí]

Þetta er eflaust keppnisfólk framtíðarinnar og báru þau sig faglega að og stóðu sig öll með prýði. Yngsti keppandinn, hinn stórefnilegi Máni Freyr Vigfússon er aðeins sex ára gamall en hann byrjaði 4 ára að æfa golf.

Keppt var í höggleik en ekki í punktakeppni eins og kom fram í mótaskrá á golf.is

 

Oddgeir Jóhannsson

Úrslitin urðu þessi:

Stúlkur:
1 Nína Kristín Gunnarsdóttir 130 högg
2 Ester Amíra Ægisdóttir 151 högg
3 Vilborg Erlendsdóttir 171 högg
4 Sesselja Picchietti 180 högg

Drengir:
1 Oddgeir Jóhannsson 131 högg
2 Birgir Páll Jónsson 143 högg
3 Máni Freyr Vigfússon 153 högg
4 Magnús Víðir Jónsson 155 högg
5 Róbert Ómar Valberg 164 högg

Verðlaunahafar í drengjaflokki.
Verðlaunahafar í drengjaflokki.

Golf Keilir Máni-035

Golf Keilir Máni-035

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here