fbpx
Mánudagur, mars 4, 2024
HeimFréttirNýtt ár, nýr kafli í lífinu

Nýtt ár, nýr kafli í lífinu

Mikilvægast er að stunda fjölbreytta þjálfun

Nú er árið nýbyrjað. Fjöldi fólks á öllum aldri, opnar arma sína fyrir nýjum lífsháttum sem auka gæðin, brjóta upp vanann og þau demba sér í líkamsrækt. Með strengd heit um betri framkomu við eigin líkama og verða sterkari – þetta árið.

Hvernig svo gengur í framhaldinu byggist svo á því hvort að fólk haldi áhuga sínum uppi gagnvart markmiðinu, þrátt fyrir átök. Því þrekið kemur ekki fyrst.

Hvað er það þá aðallega sem fólk leitar helst í þegar það byrjar þessa nýju leið?

Líflegt á hjólatíma í Hress

Blaðamanni Fjarðarfrétta lék forvitni á að vita hvað Hafnfirðingar væru að velja í heilsuræktarstöðvunum.

Linda Hilmarsdóttir í Hress heilsurækt segir að í byrjun janúar sé alltaf mikið fjör og gaman að vera í Hress.

„Það sem er greinilega vinsælast hjá okkur núna er Hjól/Activio. Þetta eru  spinning tímar þar sem þeir sem vilja eru tengdir hjartsláttarmælum sem segja til um ákefðina í tímanum. Við hjólum eftir grafi og litaskífum á skjá sem hámarka árangur fólks. Enda margir að ná árangri sem aldrei fyrr.“

Þá segir Linda að Hot Yoga og BodyPump séu á mikilli uppleið líka. „Við erum með æðislegan Hot-Yoga sal á efri hæðinni hjá okkur þar sem kraftaverkin gerast daglega. BodyPump tíma 100 vorum við að frumflytja í vikunni. Við fáum nýja æfingatíma senda reglulega sem gera tímana einstaka. Svo eru það tækjasalurinn, Stöðvar, Warm-fit, Hádegistímarnir, Tabata , Zumba, Power Yoga ofl.  Ekki má gleyma öllum námskeiðunum en nánast er uppselt á þau öll.“

Aðspurð hvort aðsóknin minnki eftir fyrstu vikurnar í ásbyrjun segir Linda svo ekki vera. „Við förum vel af stað og aðsóknin sjaldan verið betri. Þó að okkur finnist mjög gaman að vera með fullt út úr dýrum þá eru líka rólegir tímar þar sem hægt er að sækja Hress og njóta í rólegheitum.“

Guðríður Erla Torfadóttir hjá Reebok Fittnes segir að yfirleitt sé fullbókað í heitu salina hjá þeim. Að fitness tímarnir séu með þeim vinsælli og sagði okkur frá vattarmælahjólunum sem þau eru með, sem eru að koma sterk inn.

Mikilvægast er að stunda fjölbreytta þjálfun og vera meðvitaður um að næra sig rétt. Og hlusta á líkamann. Halda samt markmiði sínu og gefast ekki upp, því að sjálfsögðu snýst þeta um þessa 2% breytingu á hverjum degi. Því öll verðum við að leita að okkar sigri, dag frá degi og finna styrkinn vaxa. Þannig stækkar lífið.

Fjarðarfréttir/Soffía

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2