Nýtt stærra verslunarrými í Firði verður opnað fyrir jól, en framkvæmdir hafa gengið vel að sögn Guðmundar Bjarna Harðarsonar.

Segir hann mikinn áhuga hafa verið á verslunarrýmunum og séu öll rými nú bókuð. Bæjarbúar munu sjá miklar breytingar og verður verslunarmiðstöðin nú líka opin út á Strandgötu.
Húsnæði bókasafnsins er komið styttra á veg.
18 hótelíbúðir
Nýtt hótel opnar á næstunni en það hefur fengið nafnið Strand Apartments en í því verða 18 hótelíbúðir að sögn Guðrúnar Maríu Guðmundsdóttur, markaðsstjóra Fjarðar og hótelstjóra. Mjög rúmgóð tveggja og fjögurra manna herbergi. Í þeim er vel útbúinn eldhúskrókur með helluborði, örbylgjuofni, ísskápi, uppþvottavél auk annara heimilistækja. Gestir skrá sig inn á hótelið á vefnum og verður opnað fyrir bókanir mjög fljótlega.


31 íbúð á 2.-7. hæð
Í nýjum Firði verður 31 íbúð í öllum stærðum og gerðum (á 2-7. hæð). Allt frá 54 til 208 m² og frá tveggja- til fimm herbergja íbúðir. Innréttingar eru allar sérsmíðaðar þar sem engar tvæ íbúðir eru eins.
Áætlað að íbúðirnar fari í sölu í september.

Greinin birtist fyrst í prentaðri útgáfu Fjarðarfrétta 21. ágúst 2025