fbpx
Þriðjudagur, apríl 16, 2024
target="_blank"
HeimFréttirMóta framtíðarsýn fyrir Hafnarfjörð til 2035

Móta framtíðarsýn fyrir Hafnarfjörð til 2035

Hafnarfjarðarbær er nú að stíga fyrstu skref í stefnumótun samkvæmt samþykkt bæjarráðs Hafnarfjarðar frá 12. ágúst sl. Þar mátti lesa eftirfarandi í fundargerð:

„4. 2106263 – Hafnarfjarðarbær, heildstæð stefnumótun.
Til kynningar næstu skref.
Bæjarráð þakkar kynninguna og samþykkir að unnið verði áfram að heildstæðri stefnumótun fyrir sveitarfélagið.“

En samkvæmd tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ snýst verkefnið um að móta framtíðarsýn fyrir Hafnarfjörð til ársins 2035 og á þeim grunni byggja upp meginmarkmið sem styðja við mótun áherslna til skemmri tíma.

Slíkt er gert með stefnumarkandi áætlunum þar sem fram koma mælanleg markmið til skemmri tíma og fer sú vinna fram sem undanfari fjárhagsáætlanagerðar. Í verkefninu er stigið skref í þá átt að tengja stefnur sveitarfélagsins í auknum mæli við úthlutun fjármagns og þar af leiðandi árangur.

Horft til þess að ná fram sjónarhorni íbúa í samráði á vef sveitarfélagsins

Verkefnið verður unnið með víðtækri aðkomu kjörinna fulltrúa, í samráði við nefndir og ráð sem starfa innan Hafnarfjarðarbæjar. Þá mun fjölmargt starfsfólk koma að verkefninu þvert á öll svið sveitarfélagsins. Síðast en ekki síst verður fundað með ýmsum hagsmunahópum íbúa og atvinnulífs innan Hafnarfjarðar. Þá verði einnig horft til þess að ná fram sjónarhorni íbúa í samráði á vef sveitarfélagsins.

Heimsmarkmiðin leiðarljós

Í þessari stefnumótun verður sérstaklega horft til þess að beita heildrænni nálgun gagnvart innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Þannig verði heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna ekki eingöngu grundvöllur þvert á starfsemi sveitarfélagsins heldur einnig leiðarljós í framtíðarsýn og heildarstefnu Hafnarfjarðar á sviði sjálfbærrar þróunar.

Bæjarráð hefur tilnefnt í stýrihóp til þess að leiða verkefnið. Í hópnum sitja Jón Ingi Hákonarson, Valdimar Víðisson, Sigurður Þ. Ragnarsson, Arnbjörn Ólafsson, Adda María Jóhannsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir. Með hópnum starfa Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs, Sigurður Nordal, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs ásamt Arnari Pálssyni ráðgjafa hjá ARCUR. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki í upphafi árs 2022.

Næstu skref í víðtækri aðkomu allra hlutaðeigandi

Fyrstu fundir með atvinnulífinu og fulltrúum fyrirtækja í Hafnarfirði verða haldnir dagana 28. október og 3. nóvember frá kl. 15-16.30.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2