Missti stjórn á bílnum sem valt á Reykjanesbraut

Ökumaður var einn í bílnum og var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar

Bifreiðin endaði fyrir utan veg.

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum á Reykjanesbraut við Áslandshverfi um kl. 17 í dag með þeim afleiðingum að bifreiðin endaði á hvolfi utan við veginn. Ökumaðurinn var einn í bílnum og þurfti aðstoð slökkviliðs til að ná honum út. Var hann fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en ekki er vitað um meiðsl hans.

Reykjanesbraut var lokuð um tíma og umferð beint um Strandgötu.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here