Minnst ánægja með skipulagsmál og þjónustu við fatlað fólk í Hafnarfirði

Norðurbakkinn og Norðurgarðurinn

Í samanburði við önnur sveitarfélög er minnst ánægja í Hafnarfirði með skipulagsmál og þjónustu við fatlað fólk. Ánægja með þjónustu við fatlað fólk minnkar örlítið og ánægja með skipulagsmál hækkar lítillega.

Þetta kemur fram í þjónustukönnun meðal sveitarfélaganna sem Gallup gerði hjá 20 stærstu sveitarfélögum landsins. Svarendur voru úr tilviljunarúrtaki úr viðhorfshópi Gallup og stóð yfir frá 12. desember 2022 til 23. janúar 2023. Fjöldi svarenda í Hafnarfirði voru 432. Könnunin var kynnt á fundi bæjarráðs í morgun.

Gott sveitarfélag til að búa í

Skv. könnuninni eru 88% svarenda ánægður með sveitarfélagið sem stað til að búa á og aðeins 3% svarenda voru óánægðir.

Meðaltöl fyrir Hafnarfjörð í samanburði við sveitarfélög í heild

Mest var ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar, gæði umhverfis, þjónustu sveitarfélagsins á heildina litið og það hvernig sveitarfélagið sinnir menningarmálum.

Mest óánægja var með þjónustu í tengslum við sorphirðu þar sem 23% svarenda voru óánægðir en 57% ánægðir, þjónustu við fatlað fólk og skipulagsmál.

Ánægja með það hversu það hvernig starfsfólk Hafnarfjarðar hafi leyst úr erindum minnkar marktækt á milli ára og er neðst á hafnfirska ánægjulistanum.

Mat á sveitarfélaginu Hafnarfjörður og breyting frá síðustu mælingu

Tækifæri til úrbóta

Könnunin er gott tæki fyrir sveitarfélög til að sjá hvar betur megi gera í þjónustu við bæjarbúa. Sumir þættir hafa verið á botninum nokkuð lengi eins og skipulagsmál, þjónusta við fatlaða og aldraða og nú er áberandi hvað ánægja með úrlausn erinda fellur á milli ára.

Skoða má könnunina hér.

Ummæli

Ummæli