fbpx
Miðvikudagur, febrúar 21, 2024
HeimFréttirMilljarðs króna lán til byggingar íþróttamannvirkja

Milljarðs króna lán til byggingar íþróttamannvirkja

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum sl. fimmtudag að leggja til að bæjarstjórn samþykki að taka allt að eins milljarðs króna lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt verði með veði í tekjum sveitarfélagsins.

Lántakan samanstendur af kr. 480.000.000,- láni í skuldabréfaflokknum LSS 55 og kr. 520.000.000,- láni í skuldabréfaflokknum LSS 39. Skuldabréfaflokkurinn LSS 55 er verðtryggður skuldabréfaflokkur með fasta 2,50% vexti en er lánaður á ávöxtunarkröfunni 3,85%.

Skuldabréfaflokkurinn er með jöfnum afborgunum tvisvar á ári og getur verið allt til 33 ára en er með uppgreiðsluheimild í nóvember 2035 og 2045.

Skuldabréfaflokkurinn LSS 39 er verðtryggður skuldabréfaflokkur með fasta 4,05% vexti, jöfnum afborgunum tvisvar á ári og er til 13 ára. Ekki er hægt að greiða þennan skuldabréfaflokk upp fyrir lokagjalddaga. Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu.

Er lánið tekið til fjármögnunar á framkvæmdum við íþróttamannvirki sveitarfélagsins.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2