Mikill sóðaskapur eftir partý í Höfðaskógi

Starfsmenn Skógræktarfélagsins hafði hreinsað mesta draslið þegar þessi mynd var tekin.

Lögreglan var kölluð til í lund í Höfðaskógi, skammt ofan við víkina NA við Hvaleyrarvatn aðfararnótt sl. þriðjudags.

Brotin vínflaska var á grasinu, í litlum molum.

Höfðu ungmenni komið sér þar fyrir með tjald og var nokkur ölvun á staðnum. Lögreglan mun hafa kannað hvort þau væru með eld og þegar svo var ekki, var lítið annað aðhafst.

Varasamt er að nota einnota grill eins og sjá má á borðinu en skemmdin er ekki ný.

Um morguninn blasti ljót sjón við augum starfsmanns Skógræktarfélagsins, tjaldið var þar enn, glerbrot á stóru svæði og drasl um allt. Þá mátti sjá sígarettustubba á svæðinu en öll meðferð elds er bönnuð á svæðinu vegna eldhættu.

Stór skógareldur getur hlotist af einni sígarettu.

Var búið að hreinsa upp mesta draslið þegar ljósmyndara Fjarðarfrétta bar að.

Ummæli

Ummæli