Tónleikar og námskeið á Sönghátíð í Hafnarborg

Skráning hafin á námskeið Sönghátíðar í Hafnarborg

Frá Sönghátíðinni 2017

Sönghátíð í Hafnarborg er tónlistarhátíð sem hefur það að markmiði að koma list raddarinnar á framfæri. Há­tíðin stendur yfir 7.-15. júlí og er hluti af Fullveldishátíð 1918-2018. Boðið er upp á sjö tónleika og fjögur námskeið. Á tónleikunum koma fram m.a. Kristinn Sigmundsson, Þóra Einarsdóttir, Symphonia Angelica, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Eyjólfur Eyjólfsson, Björk Níelsdóttir, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Funi, Duo Atlantica og sönghóparnir Cantoque og Olga Vocal Ensemble. Hátíðin heldur úti YouTube­stöð með viðtölum við söngvara um söngtækni. Stjórnendur Söng­hátíðar í Hafnarborg eru Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jáuregui.

Skráning er hafin á námskeiðin sem verða í Hafnarborg. Ingibjörg Fríða og Sigurður Ingi leiða tónlistarsmiðjur fyrir krakka, Guðrún Jóhanna Ólafs­dóttir mezzósópran kennir á söngnámskeiði fyrir áhugafólk, Kristinn Sigmundsson bassi kennir á masterclass námskeiði fyrir unga söngvara en Bára Grímsdóttir og Chris Foster í Funa leiða áhugafólk um íslenskan þjóðlagasöng á nám­skeiðinu Syngjum og kveðum saman.

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here