fbpx
Sunnudagur, desember 3, 2023
HeimFréttirMenning og mannlífSlógu í gegn með söngleiknum Með allt á hreinu

Slógu í gegn með söngleiknum Með allt á hreinu

Alvöru Stuðmenn mættu á frumsýningu og voru mjög ánægðir

10. bekkingar í Víðistaðaskóla sýndu söngleikinn Með allt á hreinu um síðustu helgi. Alls voru sýningar fimm og gengu alveg ljómandi vel. Troðfullt var í íþróttahúsi Víðistaðaskóla á frumsýningunni á föstudag en meðal gesta voru Egill Ólafsson, Jakob Frímann Magnússon, Ágúst Guðmundsson sem leikstýrði myndinni fyrir 35 árum og Tinna Gunnlaugsdóttir fyrrverandi þjóðleikhússtjóri sem fór einnig með hlutverk í kvikmyndinni Með allt á hreinu. Var mikil ánægja með söngleikinn og vart mátti á milli sjá hvort það voru þeir Egill og Jakob Frímann sem vildu fá mynd af sér með nemendunum eða öfugt.

Söngur dans og gleði fyrir framan troðfullan sal

Nokkur undanfarin ár hafa 10. bekkingar í Víðistaðaskóla sett á svið söngleik. Allir nemendur taka þátt, leika, syngja og dansa og aðrir spila í hljómsveit, sjá um kynningarmál, svið, lýsingu, hljóð og allt það sem viðkemur svona sýningu. Að þessu sinni varð fyrir valinu söngleikurinn Með allt á hreinu sem er byggður á samnefndri kvikmynd Stuðmanna. Fjallar söngleikurinn um tvær hljómsveitir, Gærurnar og Stuðmenn og tilraunir þeirra við að koma sér á framfæri.

Gærurnar

Í Gærunum voru þær Elvíra (Harpa Sjöfn), Ísold (Hekla umboðskona), Arnbjörg (Dýrleif), Diljá (Guðfinna) og Úlfa (Sísí). 

RELATED ARTICLES
- Advertisment -

Nýjustu greinar

H2