Ný aparóla komin upp á Víðistaðatúni

Börn að leik í nýju aparólunni á Víðistaðatúni

Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar hafa nýlokið við að setja upp nýja glæsilega s.k. aparólu á Víðistaðatúni. Sú gamla var orðin úr sér gengin og ónothæf.

Voru börnin ekki lengi að nýta sér tækifærið og skemmtu sér með því að renna á milli stólpanna. Rólan er á jafnsléttu og ætluð öllum aldurshópum.

Er þetta hluti af átaki til að auka útivist á Víðistaðatúni.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here