Á leið til Hafnarfjarðar eftir lengstu hjólaleið í kringum landið

Jón Eggert á leið til Patreksfjarðar.
Jón Eggert Guðmundsson. Ljósmynd: Krabameinsfélagið
Jón Eggert Guðmundsson. Ljósmynd: Krabameinsfélagið

Hafnfirðingurinn Jón Eggert Guðmundsson lagði af stað þann 1. júlí sl. í 3.200 kílómetra hjólaferð til styrktar Krabbameinsfélaginu. Leiðin lá um vegi meðfram strönd landsins, lengstu mögulegu leiðina í kringum landið.

Jón gekk leiðina til styrktar Krabbameinsfélaginu með aðstoð bílstjóra síns Sigfúsar Austfjörð fyrir 10 árum. Sigfús lést árið 2012 og hjólar Jón Eggert í minningu hans.

Kemur til Hafnarfjarðar á miðvikudag

Jón Eggert verður í  Grindavík í dag og í  Keflavík á morgun en kemur til Hafnarfjarðar á miðvikudaginn.

Ætlar hann að fagna áfanganum þegar hann kemur í bæinn á Pallett kaffihúsinu í Drafnarhúsinu kl. 18. Eru Hafnfirðingar hvattir til að taka vel á móti honum.

Þeir sem vilja styrkja átakið geta sent SMS skilaboðin KRABB í númerið 1900 og styrkja Krabbameinsfélagið  um 1.900 kr.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here