Jóel Ingi veiddi rauðmaga í Dorgveiðikeppninni

Jóel Ingi Ragnarsson, Oddvör Skorastein Sigurðardóttir og Aldís Von Árnadóttir.

Um 260 krakkar úr leikjanámskeiðum Hafnarfjarðarbæjar og leikjanámskeiðum Hjalla og Hauka tóku þátt í hinni árlegu dorgveiðikeppni í Flensborgarhöfn.

Veðrið lék við hina ungu veiðimenn en veiðin var að sama skapi mjög dræm. Börnin virtust skemmta sér vel og nutu sín á flotbryggjunum með færin sín.

Jóel Ingi Ragnarsson, veiddi stærsta fiskinn, 436 g rauðmaga, en fyrir hann fékk hann einnig furðufiskaverðlaunin en rauðmagi hefur aldrei áður veiðst í keppninni svo vitað sé. Hefur keppnin þó verið haldin allt frá 1989 ef rétt er munað.

Aldís Von Árnadóttir og Oddvör Skorastein Sigurðardóttir deildu með sér bikarnum fyrir flesta veidda fiska en þær veiddu tvo fiska hvor. Fengu þær og Jóel Ingi einnig veiðistöng í verðlaun.

Ljósmyndari Fjarðarfrétta var á staðnum og smellti af nokkrum myndum.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here