fbpx
Fimmtudagur, febrúar 22, 2024
HeimFréttirMenning og mannlífHjólað um Hafnarfjörð á laugardaginn

Hjólað um Hafnarfjörð á laugardaginn

Hjólað frá Firði kl. 10.15

Landssamtök hjólreiðamanna hafa staðið fyrir hjólreiðaferðum á laugardagsmorgnum að vetrarlagi frá árinu 2010 ásamt einu af aðildarfélögum sínum, Hjólafærni. Hjólað hefur verið frá Hlemmi. Í vetur er fram haldið með þessar ferðir en sú nýbreytni tekin upp að farið er frá nágrannasveitarfélagi höfuðborgarinnar einn laugardag í mánuði.

Hjólað frá Firði á laugardaginn og endað í kaffi

Á laugardaginn er röðin komin að Hafnfirðingum að bjóða hjólaferðunum heim til sín og verður lagt af stað frá Firði kl. 10:15 en mæting er upp úr kl. 10.

Hjólaður verður góður hringur um bæinn, að mestu á stígum og komið við á áhugaverðum stöðum. Að venju verður endað í kaffi.

Fyrsta ferðin var farin laugardaginn 17. september. Síðan er farið hvern laugardag fram til 26. nóvember. Engar ferðir verða í desember en fyrsta ferð eftir áramót verður 7. janúar og síðan vikulega til 29. apríl. Vikulegar upplýsingar birtast á Facebook síðu LHM.

Hjólaðar eru mismunandi leiðir um borg og bý eftir rólegum götum og stígum í 1-2 tíma. Markmiðið er að hittast og sjá og læra af öðrum hjólreiðamönnum hversu auðvelt er að hjóla í bænum. Mikið lagt upp úr spjalli og rólegri ferð.

Ferðirnar eru ókeypis og allir velkomnir. Allir sem kunna að hjóla eiga að geta tekið þátt. Meðalhraði fer eftir hægasta manni en ætti oftast að vera á bilinu 10-20 km/klst. Þegar vetrar og dimmir þarf að gera ráð fyrir hlýjum og skjólgóðum fatnaði og að hafa ljós að framan og aftan. Í hálku er öryggi í nagladekkjum á hjólinu. Auðvelt er að taka strætó á Hlemm og aðra upphafsstaði með hjólið á laugardögum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2